top of page

Góð ráð til að fullkomna svefninn þinn

Tíminn

Það að gera svefnin þinn að fastri venju er eitt besta ráð sem hægt er að gefa, ef við sleppum að nefna 8 klukkutíma regluna. Kostir þess að fara að sofa og vakna á sama tíma á hverjum degi eru margþættir. Hefur það áhrif á líkamsklukkuna þína, gæði svefnsins, auðveldara að vakna og átt auðveldara með það að sofna á kvöldin.

Efnajafnvægi líkamans

Efnajafnvægi líkamans getur skipt miklu máli um gæði svefns þíns. Átta klukkutímar af vondum svefn eru ekki betri en 6 klukkutímar af hágæða svefn. Magnesium kemur þar sterkt inn því það virkjar parasympatíska taugakerfið sem hjálpar þér að slaka á. Magnesium styður einnig við svefn með því að viðhalda réttu magni af GABA taugaboðefnum.

Ljós

Ljós magn sem einstaklingur er útsettur fyrir hefur mikil áhrif á gæði svefn hans. Það gerir það með að hægja á skiptingu á milli svefns stiga. Hefur það áhrif á tíman sem eytt er í djúpsvefni og getur aukið skiptin sem einstaklingur vaknar yfir nóttu. Minnkun á ljósum fyrir svefn hefur því mikil áhrif á gæði svefnsins, eins og t.d. ljós frá símum, tölvum og ljós í herbergjum.

Góð ráð til að fullkomna svefninn þinn: Tips & Advice
bottom of page